Þó svo að sumum finnist að sumri sé tekið að halla og haustið nálgist óðfluga, þá er nóg eftir af veiðisumrinu 2013. Veðráttan blekkir bara örlítið. Árnar á austurlandi eru óðum að nálgast sitt eðlilega horf og hér á suð vestur horni landsins er smá rigning í kortunum sem mun gefa laxveiðiánum á svæðinu smá vítamínsprautu. Hér inni á veiða.is er nokkur laus holl á næstunni í flottum veiðiám.
- Hafralónsá – Það eru stórir drekar á sveimi í Hafralónsá og nú er rétti tíminn til að reyna að setja í þá. Hollin 11-14. ágúst og 23-26. ágúst eru laus. Þið finnið þau hér inni á veiða.is – Holl sem var við veiðar í dag var komið með 38 laxa eftir 2 daga, þar af nokkra alvöru dreka.
- Hvolsá og Staðarhólsá – Veiðin í þessum ám hefur verið mjög góð í sumar. Árnar opnuðu 10. júlí og nú eru um 170 laxar komnir á land. Hollin 11-14. ágúst og 28-30. ágúst eru laus. Sendið póst á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.
- Búðardalsá – Veiðin í Búðardalsá hefur verið frábær í sumar. Aldrei, eða sjaldan áður hefur verið jafn mikið af laxi í ánni. Síðustu holl hafa flest verið að fá á milli 30 og 40 laxa á stangirnar 2 sem leyfðar eru. Inni á veiða.is eru lausu hollin í ánni í sumar, þar á meðal tvær fyrstu helgarnar í september.
- Fremri Laxá – Það hafa nokkrir veiðimenn kíkt í Fremri Laxá í fyrsta sinn í sumar og fengið að kynnast magninu af urriða sem býr í ánni. Algeng veiði hjá hverju holli er 60-160 urriðar. Munið; stærri urriðinn er yfirleitt ofar i hyljunum þar sem meiri straumur er. Hér inni á veiða.is eru 3 september holl í Fremri Laxá.
- Gufuá – Flott veiði er búin að vera í Gufuá í sumar og alveg víst að rigninga dagarnir sem eru framundan munu gefa henni vítamín. Ágæt veiði hefur verið að undanförnu. Síðasti laugardagur gaf 6 laxa, sunnudagurinn 5 laxa en svo veiðist auðvitað minna suma daga. Nokkrir dagar eru lausir í sumar, sjá hér.
- Norðlingafljót – Fljótið fór svakalega vel af stað og hafa margir flottir fiskar komið á land. Hér inni á veiða.is má finna laus holl í ánni.
- Laxá og Brúará í Fljótshverfi – Svæðið er flott 2ja stanga sjóbirtingsvæði sem hefur gefið flottan afla í gegnum tíðina. Stangirnar eru seldar saman og er verðið frá 30-50 þús fyrir báðar stangir. sjá hér.