Vegna forfalla voru að losna nokkur holl á frábærum tíma í Fremri Laxá. Um er að ræða 2 holl í júlí og önnur 2 í ágúst. Eins og flestir veiðimenn vita þá er Fremri Laxá ein albesta urriðaá landsins. Á hverju sumri veiðast 3-5.000 urriðar auk þess sem nokkrir tugir laxa koma yfirleitt á landi. Veitt er á 3 stangir í Fremri Laxá og leyfilegt agn er fluga.

Það er harla óvenjulegt að það losni holl í Fremri Laxá á þessum tíma og þeir veiðimenn sem ná sér í þessa daga geta átt von á því að hver dagur skili 40 til rúmlega 100 urriðum í veiði. Sjá nánar hérna.

[email protected]