Við vorum að fá inná vefinn hjá okkur frábært holl í Búðardalsá. Um er að ræða helgina 5-7. júlí. Veiðin hefst í ánni á mánudaginn en fyrstu laxarnir sáust í ánni uppúr miðjum júní. Eins og margir vita þá er Búðardalsá ein besta laxveiðiá landsins. Síðustu ár hefur hún skipað sér í eitt af efstu sætum yfir meðalveiði pr. stöng á ári. Á árunum 2008-2011 var meðalveiði 539 laxar á sumri eða 6 laxar á dag. Áhugasamir sendi póst á [email protected] eða hringi í síma 897 3443. Hér má sjá nánari upplýsingar um Búðardalsá og lausu leyfin.