Veiðitímabilið er svo sannarlega komið á fullt. Sumarið er handan við hornið og laxveiðitímabilð hefst eftir sléttan mánuð. Veiðin hefur verið mjög góð í vor og svo er að heyra að enn sé fínn gangur á sjóbirtingsslóðum. Veiði hófst í Hlíðavatni fyrir 5 dögum og fínar bleikjur hafa verið að veiðast þar. Urriðaveiðin í Þingvallavatni hefur verið frábær og nokkrir ótrúlegir fiskar komið á land. Hér á veiða.is má finna nokkur flott leyfi nú í maí, sjá hér að neðan.
Ósasvæði Laxá – Það eru 3 lausir dagar í lok mai. Flottur tími á þessu frábæra svæði. Stangarverðið er kr. 17.900.
Eldvatn í Meðallandi – Það eru laus holl í maí en einnig eru seldar stakar stangir. Stangarverðið er kr. 12.500
Brúará – Við höfum heyrt af fínum skotum í Brúará síðustu daga. Með hlýnandi veðri mun góðum dögum fjölga. Stangarverðið er kr. 2.700 fram til 1. júní.
Minnivallalækur – Það eru 2 laus holl í Mai. Frábær Á, heimkynna stóra urriðans.
Svo minnum við á að laus veiðileyfi í ytri Rangá eru komin á vefinn. Þar á meðal dagar í upphafi og lok vertíðar þegar stangardagurinn er á kr. 16-25.000.
Júlli í Flugukofanum prófaði í dag nýja stöng frá Redington, Butter Stick. Sú sem hann prófaði var 6 feta fyrir línu 3. Mjög nett og skemmtileg stöng. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá prufutúrnum hans Júlla. Butter Stick stöngin er á leiðinni í Veiðibúð veiða.is ásamt fleiri stöngum frá Redington.
{gallery}varmajulli{/gallery}