Brúará fyrir landi Spóastaða er nú komin í vefsöluna á veiða.is. Svæðið hefur verið eitt af vinsælli bleikjusvæðum á suðurlandi síðustu árin. Veiðitíminn nær frá 1. apríl til 24. september. Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins. Veiðisvæðið fyrir landi Spóastaða er um 4,6km langt. Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún í ánni. Auk bleikjunnar þá veiðist bæði stöku lax í ánni, sjóbirtingur og staðbundinn urriði. Hér má skoða nánari upplýsingar um svæðið. Apríl í fyrra var mjög góður á svæðinu. Bæði voru opnunardagarnar gjöfulir en einnig komu fín skot aðra daga mánaðarins. Nú vill svo til að bæði páskar og sumardagurinn fyrsti er í apríl og því geta veiðimenn valið um marga „rauða“ daga. Hér má sjá lausa daga í Brúará fyrir landi Spóastaða, í sumar.