Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar í Saurbæ í Dalasýslu. Veitt er með 4 stöngum í ánni og leyfilegt agn er maðkur og fluga. Veiðin í sumar hefur gengið vel en áin var opnuð í kringum 10. júlí. Um 200 laxar eru komnir á land og þar af skilaði síðasta holl 37 löxum. Nú er eitt holl laust nú í sumar, helgin 30. ágúst til 1. september. Áhugasamir geta sent póst á [email protected] eða hringt í síma 897 3443. Sjá einnig hérna.

 

[email protected]