Nú er að halla undir sumarbyrjun hér á landi, enda aðeins um 10 dagar þar til fyrstu laxveiðiárnar opni. Veiðimenn eru almennt bjartsýnir fyrir þetta veiðitímabil, bæði hvað varðar laxinn og einnig bleikjuna sem virðist vera í ágætri sókn. Hvolsá og Staðarhólsá er bæði lax og bleikjuveiðiá sem býður veiðimönnum og fylgdarfólki einnig uppá mjög góða aðstöðu í rúmgóðu og vel búnu veiðihúsi. Veitt er á 4 stangir í Hvolsá og Staðarhólsá og eru þær stangir yfirleitt seldar saman í pakka en þó er hægt að kaupa 2 stangir í hollum í upphafi sumars og í september. Hérna má sjá verð og laus holl í Hvolsá og Staðarhólsá.