Fram kom í Morgunblaðinu, snemma í febrúar, að leigutaki Laxá á Ásum, Salmon Tails, er í viðræðum við veiðifélag árinnar um að selja silungsveiðileyfi í ós Laxár í mai og júní. Laxá á Ásum deilir ós með Vatnsdalsá en þar hafa menn bæði veitt bleikju og urriða um langt árabil. Hefur silungsveiðin í Vatnsdalnum verið vinsæl og oft veiðst vel og því getur þarna verið um skemmtilega viðbót fyrir veiðmenn að ræða. Sumarið 2012 er fyrsta ár Salmon Tails sem veiðitaka árinnar. Laxá á Ásum er ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins. Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Laxá Á Ásum.
Uppfært: Hér má finna upplýsingar um nýja veiðisvæðið, ósasvæði Laxá á Ásum