Nýjir leigutakar tóku við Laxá á Refasveit í haust og eru þar á ferð nokkrir af þeim landeigendum sem eiga hagsmuni að gæta á svæðinu. Markmið þeirra er m.a. að styrkja laxveiðistofn árinnar og stuðla að náttúrulegum vexti hans til framtíðar. Ein af þeim breytingum sem þeir boðuðu þegar þeir tóku við ánni var að 1 laxa kvóti yrði settur á hverja dagstöng og eftir að þeim kvóta væri náð, mætti sleppa að vild. Eftir nánari fundi með fiskifræðingi árinnar hefur verið ákveðið að kvótinn verði rýmkaður.
Hverju holli verður leyft að hafa með sér 12 fiska úr ánni. Markmið með þessu er m.a. að jafna veiðina í ánni. Sleppa skal öllum hryggnum lengri en 70 cm. Þegar 12 fiska kvótanum er náð, mega veiðimenn veiða og sleppa að vild.
Sumarið í sumar var frábært í Laxá á Refasveit. 457 laxar komu á land sem er met í ánni. Bókun veiðileyfa gengur vel hjá nýjum leigutökum en hér á veiða.is má m.a. finna 2 holl í ánni á frábærum tíma. Sjá nánar hérna.