Laxá á Refasveit er 3ja stanga laxveiðiá sem rennur til sjávar rétt norðan við Blönduós. Áin er laxxgeng um 15 km. Meðalveiði áranna 1974 – 2008 var 132 laxar en meðaltal síðustu 6 ára er 305 laxar. Í sumar komu á land 225 laxar í Laxá sem verður að teljast all gott í þessu árferði sem var í sumar. Veiðin var vel yfir langtíma meðaltali árinnar. Stærsti fiskurinn í sumar var 97 cm langur og viktaði rétt um 19 pund. Bókanir eru hafnar fyrir næsta sumar og eru einungis örfá laus holl eftir.

Á meðfylgjandi mynd er Atli Þór Gunnarsson, einn leigutaka árinnar, með einn vænann úr ánni frá því nú í sumar.

 

[email protected]