Veiðin í Laxá á Refasveit var mjög góð í sumar. Fyrir þetta tímabil hafði mest veiðst 475 laxar en það var sumarið 2013. Nýtt met var slegið í ár þegar 501 lax var skráður í veiðibókina. Veiðin fór þó rólega af stað í byrjun júlí en um miðjan mánuðinn hrökk veiðin í gang og var góð út tímabilið. Uppistaðan í veiðinni var smálax en þó kom töluvert af laxi +80 cm á land. Sá stærsti var 95 cm langur. Veitt er á flugu og maðk í Laxá á Refasveit.
{gallery}refasveit{/gallery}
info at veida.is