Eins og flestum veiðimönnum er kunnugt um, þá komust SVFR og Veiðifélag Laxdæla að samkomulagi í síðustu viku, um að ljúka samstarfi félaganna um leigu á veiðirétti í Laxá í Dölum. Viðræður þeirra um framhald samstarfsins höfðu átt sér stað í þónokkurn tíma en SVFR vildi bæði breytingu á leigugjaldi og veiðifyrirkomulagi á svæðinu. Þegar slitnaði uppúr samstarfinu þá hóf Veiðifélagið viðræður við Hreggnasa um aðkomu þeirra að Laxá í Dölum. Niðurstaða þeirra viðræðna var lögð fyrir félagsfund veiðifélagsins í gær þar sem ákveðið var að fela Hreggnasa að sjá um sölu á veiðileyfum í Laxá í Dölum sumarið 2014 og í framhaldi verður gerður 4ra ára leigusamningur þeirra á milli.

Meðal breytinga sem boðaðar hafa verið eru er að stangardögum verður fækkað og eingöngu verður leyfð fluguveiði. Einnig verða kvótar minnkaðir með það að markmiði að auka framleiðslugetu árinnar en Laxá byggir eingöngu á náttúrulegri hryggningu.

[email protected]