Fyrir rétt um mánuði greindum við frá fyrirætlunum leigutaka Laxá á Ásum að selja veiðileyfi í silung að vori á neðri hluta árinnar. Nú hefur leigutakinn, Salmon Tails kynnt til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga, 3 Km langt silungsveiðisvæði sem er beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. maí og eftir atvikum, frá 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hefur nú hafið sölu á veiðileyfum i vorveiðina. Stangardagurinn er seldur á kr. 15.000. Nánari upplýsingar um veiðisvæðið má finna hér vinstra megin á síðunni.

Hér má finna tilkynningu Salmon Tails í heild sinni.