Ósasvæði Laxá á Ásum hefur aldrei verið nýtt sem stangveiðisvæði fyrr en nú og því eru menn þessa dagana að safna reynslu og læra inná svæðið. Veiði hófst þann 1. maí og var veiðin róleg framan af, enda kom vorið ekki fyrr en um miðjan maí fyrir norðan. En nú hefur svæðið tekið vel við sér.

Veiðimenn sem voru á svæðinu undanfarna daga sögðu að sjóbirtingurinn væri á mikilli ferð um svæðið og að þeir hefðu sett í marga um helgina, en tökur voru oft grannar og fiskar á í skamman tíma. Þeir sögðu einnig að nokkrir risar hefðu sloppið.

Það virðist því vera að færast líf yfir svæðið enda sumarið komið svo um munar og spáin fín fyrir helgina.
Hér undir laus veiðileyfi eru nokkrir dagar í Ásunum, þar á meðal helgin sem er fram undan. Það er ljóst að þeir sem munu skella sér norður gætu verið í góðum málum. Lesið ykkur endilega til um svæðið hér til hliðar.