Laxá og Brúará í Fljótshverfi er nýtt veiðisvæði hér á veiða.is – Svæðið er afbragðs sjóbirtingssvæði sem yfirleitt hefur verið þétt setið á þessum tíma. Gosið fyrir tveimur árum hjó smá skarð í þann hóp sem sótti ánna, enda sáust enn áhrif gosins í fyrra. Í ár eru aðstæður hinsvegar hinar ókjósanlegustu.

Veitt er til 20. október á svæðinu en veitt er með 2 stöngum. Leyfði er veiði á maðk, flugu og spún nema á tímabilinu 10.-20. okt,þá er eingöngu leyfði veiði á flugu.Svæðið er í ca. 20 mín fjarðlægð frá klaustri. Örlítið er eftir að lausum dögum nú í september en uppselt í október.