Veiði hófst í Búðardalsá um helgina. Mjög gott vatn var í ánni, meira en í venjulegu ári. Veitt er með 2 stöngum í Búðardalsá og leyfilegt er að veiða á flugu og maðk. Fyrsta hollið náði 6 fiskum, flestir þeirra voru 2ja ára laxar. Hollið missti annað eins af laxi en að sögn þeirra sem voru við veiðar þá er töluvert mikið gengið af laxi í ána þó hann virðist einna helst vera neðarlega í ánni. Töldu veiðimenn ca. 60 laxa í þremur hyljum en mest var af fiski á Arnarhylsbreiðunni. Það er einn laus dagur hér inni á veiða.is í Búðardalsá í júlí. Það er 6-7. júlí. Hægt er að senda póst á [email protected] til að fá nánari upplýsingar um þann dag.

Af öðrum fréttum er það m.a. að segja að ritstjóri veiða.is kíkti í netta silungsveiðiá á suðurlandi í gær. Markmiðið var að hjálpa nokkrum erlendum veiðimönnum að setja í nokkrar bleikjur. Í staðinn fyrir að kasta á hylji fulla af bleikju beið okkar baráttu við nokkra stóra og aðrar smærri, laxa. Töldum við ekki undir 20 löxum, í 2 hyljum í ánni. Þessi reynsla kom skemmtilega á óvart eftir alla umræðuna um laxleysið að undanförnu.

[email protected]