Opnunin í Laxá í Leirársveit í gær var með besta móti. Alls komu 12 laxar á land, bæði flottir tveggja ára laxar og nokkrir eins árs. Laxinn virðist vera búinn að dreifa sér um mest alla á og urðu menn varir við fisk allt uppí Eyrarfoss. Í opnuninni gaf hið magnaða Miðfellsfljót flesta fiska ásamt Laxfossi, eða 3 laxa.
Að auki gaf Sunnefjufoss og Breiðifoss 2 laxa hvor og Vaðstrengir og Merkjastrengir 1 hvor. Veitt er með 4 stöngum í uppafi vertíðar en svo fjölgar þeim í 7 þegar líður á sumarið. Ágætt vatn er í ánni og aðstæðum hinar bestu.
Hér inni á veiða.is er hægt að nálgast almennar upplýsingar um Laxánna. Myndin að ofan er frá Miðfellsfljótinu.