Ein af albestu laxveiðiám landsins, Leirvogsá, er núna í lokuðu útboði. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboðinu og höfðu þeir frest til 17. febrúar til að skila inn þeim gögnum sem óskað var eftir, til að sýna fram á fjárhagslegt „heilbrigði“ og getu til að taka þátt í útboðinu. Munu væntanlega nokkrar vikur líða þar til ljóst er hver verður með Leirvogsá frá og með veiðisumrinu 2017. SVFR er leigutaki árinnar í dag en veiðin í sumar var rúmlega 700 laxar á þær 2 stangir sem veiða ána.