Lausir dagar í Litlu-Þverá eru komnir í sölu hérna á veiða.is. Litla-þverá var seld sumarið 2013 í fyrsta sinn sem sér veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og gekk veiði því vonum framar þetta fyrsta ár. Eftir þetta fyrsta sumar var ákveðið að fjölga veiðidögum í ánni. Veiðin sumarið 2014 og 2015 var brokkgeng og spilaði þar m.a. inní að vatnsbúskapur var erfiður. Fyrir veiðitímabilið 2016 hefur verið ákveðið að fækka dögum aftur, hefja veiði í byrjun ágúst og veiða fram undir 20. september.

Gott hús stendur veiðimönnum til boða við ána þar sem allt að 5 manns geta dvalið. Verð veiðileyfa er með því lægsta sem þekkist í laxveiði hér á landi. Hérna má lesa nánar um Litlu-Þverá og hérna eru lausir dagar í ánni sumarið og haustið 2016.