Upplýsingar um Litlaá í Kelduhverfi eru skráðar hér á veiða.is. Vatnið í Litlaá er frekari heitt eða að meðaltali um °12. Vaxtahraði fiska er frekar mikill við þessar aðstæður og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi. Veiði í Litlaá hófst þann 1. apríl og hefur veiðin vægast sagt verið mjög góð. Veitt er á 5 stangir í ánni og eftir fyrstu vikuna voru 340 fiskar komnir á land og margir stórir. Meðalveiði á stöng þessa fyrstu veiðidaga er því rétt tæpir 10 fiskar sem verður að teljast annsi gott. Eitthvað er eftir af lausum stöngum í apríl fyrir áhugasama. Sjá nánar um Litlaá.