Veiðin í Litluá í Keldhverfi og í Skjálftavatni var mjög góð síðastliðið sumar. Alls veiddust 1.654 fiskar í Litluá en í Skjálftavatni komu 1.286 fiskar á land. Á vatnasvæðinu veiddust því samtals 2.661 fiskur sem er um 10% aukning frá fyrra ári. Urriðinn var ráðandi í aflanum í Litluá en í Skjálftavatni var mest af bleikju. Síðasta sumar komu margir stórir fiskar á land, bæði bleikjur og urriðar. Hér að neðan má sjá nokkrar veiðimyndir frá svæðinu.

{gallery}litla04{/gallery}

Nú er um að gera að fara að kíkja á daga í Litluá fyrir næsta tímabil.

[email protected]