Litlaá í Kelduhverfi er ein besta sjóbirtingsá landsins en auk sjóbirtings þá veiðist staðbundinn urriði og nokkuð mikið af sjóbleikju. Upptök Litluár er í heitum brunnum við bæinn Keldunes en einnig á hún upptök sín í Skjálftavatni. Árið 2004 kom þar á land stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur hér á landi, 23 punda ferlíki. Veiðin hefur gengið vel í sumar í Litluá og Skjálftavatni en hátt í 2.000 fiskar eru komnir á land.

Við vorum að fá inná vefinn til okkur nokkrar stangir í Litluá í umboðssölu. Um er að ræða dagana 2-4. september. Flottur tími í ánni. Hægt er að kaupa heila eða hálfa daga. Kíkið nánar á dagana hérna og hér má lesa um Litluá.

 

[email protected]