Allir fluguveiðimenn þekkja það og vita að góður grunnur í kasttækni getur haft mikil áhrif á það hvaða ánægju menn hafa af því að standa út við Á eða vatn. Aðstæður á Íslandi geta verið annsi ólíkar innan sama dags. Hyljir geta verið misstórir, fiskurinn getur legið við hinn bakkann og ekki síst, vindur getur haft mikil áhrif á flugukastið, sérstaklega ef veiðimaðurinn hefur ekki réttu tæknina til að takast á við þær aðstæður.
Nú er veiðitímabilið að renna af stað af krafti og fínn tími til að huga að upprifjun á flugukastinu. Sumir eru smá riðgaðir eftir veturinn og aðrir vilja bæta við nýrri tækni. Hægt er að kíkja á kastkennslumyndbönd á netinu en það er mun betra að fara sjálfur á kastnámskeið og fá sérfræðing til að leiðbeina sér þar.
Börkur Smári Kristinsson er einn af betri kastkennurum landsins. Hér á veiða.is er hægt að finna nokkur gríðarlega vel gerð kennslumyndbönd sem hann Börkur gerði. En þessa dagana er hann einnig að taka á móti veiðimönnum í kastkennslu. Nokkur byrjenda og framhaldsnámskeið eru nú í mai og er um að gera fyrir veiðimenn að hita upp fyrir sumarið á góðu námskeiði.
Það þekkja það allir sem reynt hafa, að miklu skemmtilegra er að vera fluguveiðimaður þegar flugan fer þangað sem maður vill að hún fari ;-).