Sumarið í sumar var það besta í Hrútafjarðará til þessa. Í heildina voru 860 laxar skráðir í veiðibókina en fyrra metið var 702 laxar og það met var sett fyrir 2 árum, sumarið 2013. Veiðin var góð allt frá 10. júlí og fram til loka veiðitímabilsins í lok september. Stærsti lax sumarsins var 102 langur, veiddur af Nils Jörgensen. Veitt er á 3 stangir í Hrútunni og eina leyfilega agnið er fluga. Mikil aðsókn er í ána og er nú svo komið að biðlisti er eftir því að veiða í henni. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ánni.

{gallery}hruta{/gallery}

info at veida.is