Leigutíma samnings um Miðá í Dölum lauk núna í október. Lúðvík Gizurarson og hans fjölskylda hefur verið með ána á leigu til fjölda ára en fréttir bárust af því síðasta haust að áin myndi líklega fara í útboð, núna í lok sumars. Veiðifélag Miðdæla hélt fund í gær þar sem ákveðið var bjóða ána ekki út, heldur myndi félagið sjálft sjá um sölu veiðileyfa fyrir komandi sumar.

Veiðin í Miðá í sumar var bærileg en 225 laxar og 77 bleikjur voru færðar til bókar. Sumarið í fyrra var aftur á móti metsumar þegar 700 laxar veiddust í ánni. Meðalveiði síðustu 15 ára eru 249 laxar. Veitt er með 3 stöngum í Miðá og leyfilegt agn hefur verið fluga og maðkur. Fyrr á árum veiddist mikið að bleikju í ánni.

Oft voru 400-600 bleikjur bókfærðar á sumri. Eins og víða á vesturlandi hefur bleikjuveiðin gefið mikið eftir í Miðá.

[email protected]