Þá er fyrsti laxveiðidagur sumarsins að baki og sá var ekki af verri endanum. 27 laxar komu á land í Norðurá og virðist mikið af laxi vera genginn í ána, miðað við árstíma. Veiði hófst í Blöndu í morgun og svo virðist vera að Blanda sé teppalögð af laxi því 18 laxar voru komnir á land um kl. 9:30, eftir 2 1/2 tíma veiði.
Svo virðist sem spár bjartsýnustu manna um opnun laxveiðiána sé að rætast. Við minnum á snemmsumarsdaga á Borgarsvæðinu í Ytri Rangá og einnig daga í Hvolsá og Staðarhólsá. Sjá hér.