Fyrsti laxveiðidagur ársins í Ytri Rangá er í dag. Eins og við var að búast, eftir það magn af laxi sem menn hafa séð ganga uppí ána, þá er byrjaði dagurinn vel. Sem dæmi um það þá náði 1 stöng 24 löxum á milli 7 og 10 í morgun. 18 af þessum löxum voru frá 75-87 cm langir.

Þessi byrjun veit á gott í ánni en þess má geta að Ytri Rangá er svo gott sem uppseld í sumar fyrir utan forfallastangir sem eru í endursölu, í kringum miðjan júlí. Sjá hér.