Móra á Barðaströnd er ný hér á veiða.is Móra er 2ja stanga laxveiðiá sem fellur í Hagavaðal á Barðaströnd. Leyfilegt agn í Móru er fluga og maðkur. Veiðisvæðið er um 6 kílómetrar með yfir 20 merktum veiðistöðum. Móra rennur um Mórudal, sem er nokkuð djúpur, allur skógi vaxinn að heita má brúna á milli. Mun Mórudalur einna fegurstur dala norðan Breiðafjarðar, að Vatnsdal undanskildum. Meðalveiði í Móru er á bilinu 150-160 laxar. Sjá hér nánar um Móru.