Ársfundur Veiðimálastofnunar var í dag. Vefstjóri veiða.is átti þess ekki kost að kíkja á fundinn, þó hann glaður hefði viljað. Dagskrá fundarins var forvitnileg, ekki síst það erindi sem norskur vísindamaður, Jens Christian Holt, hélt. Ef við lítum yfir fréttir af þessum fundi, m.a. inná Vötn og Veiði, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós.
Sérfræðingar Veiðimálastofnunnar hafa sjaldan verið afdráttarlausir þegar kemur að áhrifum markrílsins á þróun laxveiðinnar síðustu ár. Jens Christian Holt taldi aftur á móti það nokkuð augljóst að stækkun markrílstofnsins hér við land væri ein aðal ástæða niðursveiflunnar í laxinum. Holt sagði að ein aðalástæða þess að makríllinn er í jafn miklu mæli hér við land, vera sú að mikil niðursveifla sé í æti á öðrum svæðun eins t.d. við Noreg og í Barentshafi. Holt sagði einnig að nú sæjust merki um að makríllinn hefði ekki næga fæðu hér við land og líklegt væri að hann myndi fljótlega leita á önnur mið eftir fæðu. Sjá nánar um þetta mikilvæga mál, hérna inná V&V.
Á þessum ársfundum hafa sérfræðingar veiðimálastofnunnar iðulega spáð fyrir um komandi sumur. Í ár var lítið um spár, þó það hafi nú komið fram að ýmis merki væru um að sumarið í sumar yrði skárra en sumarið í fyrra. Sjá nánar hérna inná V&V.