Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga. Fyrir skömmu síðan skráðum við upplýsingar um Nessvæðið inná veiða.is en hérna má sjá þær upplýsingar ásamt mikið af myndum. Þess má geta að nokkrar stangir eru lausar á Nessvæðinu í sumar og er upplagt fyrir þá sem dreymir um að komast í 20 punda klúbbinn, að ná sér í daga í Aðaldalnum.
Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um lausa daga, þá er um að gera að senda póst á [email protected].