Já, það er að bresta á! Veiðitímabilið 2014 mun hefjast formlega eftir 4 daga. Auðvitað eru ekki allir veiðimenn á leið í veiði þann 1. apríl, en þeir eru margir sem fara eitthvað í veiði, einhverja daga i næstu viku. Aðstæður í vötnum hér sunnanlands er að batna, ísinn er að minnka; vakirnar að stækka. Margar ár á suðurlandi bíða bara eftir veiðimönnum. Þeim fjölgar sem leggja leið sína í veiðibúðir til að græja sig upp og margir leita að leynivopnum til að freista birtings, urriða eða bleikju með. Júlli í Flugukofanum leyfði okkur að sjá nokkrar af þeim „nýju“ flugum sem hann hefur veri hnýta undanfarna daga. Margar eru þær ansi efnilegar. Eins og veiðimenn vita þá er alltaf skemmtilegt að prófa nýjar flugur og ekki verra að geta sagt frá góðri veiði sem fæst á þær. Við hvetjum alla til að kíkja á Júlla og ná sér í eitthvað af þessum flottu flugum sem hann hefur verið að hnýta. Sjá, hér að neðan.
{gallery}julli1{/gallery}