Nokkrar fréttir frá þeim veiðisvæðum sem veiða.is hefur verið að fylgjast með
- Hraunið – Ýmsir hafa verið stunda Hraun í Ölfusi að undanförnu og er birtingurinn farinn að ganga inn af ágætis krafti. Veiða.is heyrði af tveimur veiðimönnum sem voru þar um helgina. Annar fékk 2 en hinn 3 og var einn þeirra mjög vænn. Einfalt er fyrir sunnlendinga að skjótast á Hraunið, aðgengi gott og engar takmarkanir á stangafjölda. Kynnið ykkur besta tímann til veiða á Hrauninu, hér til hliðar.
- Brúará – Nú hefur ástundun árinnar aukist enda sumarið komið og allt í blóma. Veiðin er að koma til í ánni og munum við á næstu dögum gægjast í veiðibókina og greina frá innihaldi hennar.
- Ósasvæði ásanna – Eins og við nefndum í frétt í gær þá höfðum við fréttir af veiðimönnum sem voru á svæðinu um helgina og sögðu þeir að sjóbirtingurinn væri á mikilli ferð um svæðið og að þeir hefðu sett í marga um helgina, en tökur voru oft grannar og fiskar á í skamman tíma. Þeir sögðu einnig að nokkrir risar hefðu sloppið. Að auki höfum við heyrt að bleikjan hefur látið sjá sig og að nokkrir staðbundir urriðar séu komnir á land.
- Þingvallavatn – Bleikjuveiði í vatninu er loksins komin á fullt og margir sem geta sagt skemmtilega veiðisögur úr vatninu. Meðfylgandi er mynd af einni dagstund við vatnið, 4 flottar bleikjur sem Kristján Páll Rafnsson veiddi í Þjóðgarðinum í gær, 30/5.
- Apavatn/Laugarvatn og Hólaá – Ágætt kropp hefur verið að undanförnu á svæðinu. Helst hefur of gott veður spillt fyrir. Veiðimenn hafa séð mikið af fiski, bæði í vötnunum og í ánni.