Nú hefur enn eitt veiðisvæðið verið skráð á síðuna. Um er að ræða eina af betri bleikjuám landsins, Norðfjarðará. Norðfjarðará hefur ekki lent í þeirri niðursveiflu sem gengið hefur yfir all flestar bleikjuár landsins. Veiðin hefur verið stöðug á bilinu 650-850 bleikjur auk 30-40 laxa ár hvert. Síðustu ár hefur fluguveiði verið allsráðandi í ánni þó einnig sé leyfilegt að veiða á maðk og spún. Sumarið 2011 veiddust í ánni 850 bleikjur og 40 laxar og voru flestir þeirra yfir 8 pundum.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast um Norðfjarðaránna hér vinstra megin á síðunni.