Norðlingafljót er ein af fallegri laxveiðiám landsins. Umhverfi árinnar er stórbrotið og veiðistaðir eru afar fjölbreyttir. Í Norðlingafljóti er veiðitímabilið styttra en víða annars staðar og því þarf að skoða veiðitölur í því ljósi. Veiði hefst 18. júlí og lýkur 30. september.
Veitt er á 5-6 stangir í Norðlingafljóti og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Veiði síðustu 6 ár hefur verið með miklum ágætum. Mest fór veiðin í 1.984 laxa sumarið 2008 en lægst í 590 laxa sumarið 2010. Sumarið í sumar sló hins vegar það met því einungis 304 laxar veiddustu í ánni í sumar. Framan af veiðitímanum gekk veiðin ágætlega en eftir 20. ágúst veiddist frekar lítið. Helst það í hendur við þá staðreynd að fyrstu laxagöngur sumarsins héldu uppi veiði víðast hvar framan af sumri. Lítið skilað sér af nýjum laxi í árnar eftir miðjan júlí.