Upplýsingar um Norðurá voru skráðar á veiða.is í desember. Eins og allir veiðimenn vita þá sér Einar Sigfússon um um sölu veiðileyfa fyrir komandi sumar. Norðurá er ein stærsta perlan í flóru íslenskra laxveiðiáa og kannski þekktasta íslenska laxveiðiáin erlendis. Bókanir hafa gengið vel fyrir næsta sumar og er áin vel seld yfir há sumarið. Þegar verðskráin var sett upp fyrir sumarið var ákveðið að lækka verð veiðileyfa á ákveðnum tímum, t.d. í ágúst og út tímabilið. Eitthvað er laust í ágúst, sept og júní.
Síðasta sumar var mjög gott í Norðurá en metveiði var í ánni þegar 3.351 lax kom á land. Hér er hægt að lesa nánar um Norðurá.
{gallery}nordura{/gallery}