Norðurá opnar þann 5. júní. Laxinn í Norðurá gengur yfirleitt frekar snemma í ána og júni getur verið mjög góður veiðitími í Norðurá. Norðurá II hefur verið vinsælt svæði hjá mörgum veiðimönnum. Veiðisvæðið er þó breytilegt því í júní og fram í byrjun júlí er svæðið neðarlega í ánni (Munaðarnes), en eftir 5. júlí færist veiðisvæði Norðurár II ofarlega í Norðurá og er þá kallað „Fjallið„. Sjá nánar um skiptingu svæða hérna. Veiðin í júní á Munaðarnessvæðinu er á mjög hagstæðu verði. Þú borgar fyrir 2 stangir en veiðir á þrjár.

Ekkert veiðihús fylgir með leyfunum á Munaðarnessvæðinu og veitt er frá morgni til kvölds, þ.e. 7-13 og 16-22. Svæðið er tilvalið fyrir vinahópa og fjölskyldur. Verð á hvora stöng er frá 25 – 45 þús., eftir tímabilum og munið að greitt er fyrir 2 stangir en heimilt er að veiða með þremur í senn.

Sjá nánar um Norðurá hérna.

[email protected]