Nú eru 12 veiðisvæði komin í vefsöluna á veiða.is. Það nýjasta er Munaðarnessvæðið í Norðurá. Þetta svæði, sem einnig er kallað Norðurá II, er veitt sér á tímabilinu 5/6 – 6/7. Munaðarnessvæðið nær frá Engjanefi til og með Kálfhylsbrotinu. Veitt er með 3 stöngum á þessu svæði en veiðimenn greiða einungis fyrir 2 stangir, en fá leyfi fyrir 3 stangir. Svæðið er selt í einum pakka. Leyfilegt agn er fluga. Ekki er veiðihús á svæðinu og seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds þar sem pása er frá 13-16. Hér má sjá lausa daga á svæðinu.
Laxinn hér að ofan kom á land 16 júlí 2015.
Frá 6. júlí breytist svæðaskiptingin í Norðurá. Norðurá II verður þá efri hluti árinnar (fjallið), en Munaðarnessvæðið verður hluti af Norðurá I. Einnig eru nokkrir dagar lausir í Norðurá II í ágúst. Hægt er að senda póst á info at veida.is fyrir frekari upplýsingar.