Eins og undanfarin ár, þá erum við með hér inná vefnum valin holl í Norðurá I og Norðurá II – Fjallinu, í sölu. Munaðarnessvæðið kemur í sölu á næstu dögum. Eins og íslenskir og margir erlendir veiðimenn vita, þá er Norðurá ein albesta laxveiðiá landsins.

Veiðisvæði Norðurár er skipt í 2 hluta, Norðurá I og Norðurá II. Norðurá I er aðal veiðisvæði árinnar en veitt er á 8-12 stangir á því svæði. Veiðimenn sem veiða Norðurá I dvelja í veiðihúsinu Rjúpnahæð, í fullu fæði og þjónustu. Veiðimenn sem veiða Norðurá II – Fjallið, dvelja í mjög góðu „self catering“ húsi. Næsta sumar verður verður það ekki „Skógarnef“, sem veiðimenn dvelja í, heldur mjög gott 4ra herbergja hús sem stendur í norðurhlíð dalsins. 

Hér má finna hollin í Norðurá I

Hér má finna hollin á Fjallinu – Norðurá II

Sendið endilega pósta á [email protected] til að fá upplýsingar um þessi lausu holl, eða önnur leyfi.