Þessi fluga gaf honum Sigga Valla úr Keflavík flotta veiði í Norðfjarðaránni um helgina. Fluguna fékk hann upphaflega hjá honum Júlla í Flugukofanum en hún var ekki enn komin með nafn þarna um helgina fyrir austan. Siggi náði 9 fallegum bleikjum í Norðfjarðaránni og næstum allar komu á þessa flugu. Bleikjurnar komu á land á veiðistað sem heitir Keldan og það nafn gaf Siggi flugunni. Flugan heitir því Kelda og höfundur er Júlli í Flugukofanum. Flott fluga. Hér er uppskriftin.
Skottið – Crystal Flas Pearl og hvítt Mararbou
Búkur – Cactus Chenille Fine Pearl
Kúluhaus – Gylltur