Nýjir leigutakar tóku við Ytri Rangá í haust og hafa þeir gert ýmsar breytingar á veiðitilhögun við ána fyrir sumarið. Í fyrsta lagi lækkar verð veiðileyfa um allt að 17% og stöngum hefur verið fækkað niður í 16. Veiðisvæðið breytist einnig nokkuð og svæðaskipting einnig. Laxasvæðið nær frá Árbæjarfossi og endar vel fyrir neðan Djúpós. Laxasvæðinu hefur verið skipt uppí 4 veiðisvæði og veiða 4 stangir hvert svæði hverju sinni. Veiðimenn dvelja í 6 klst á hverju svæði. Á 2 dögum er því hægt að veiða á öllum svæðum árinnar. Hér má sjá kort af svæðinu: nr. 1 og nr. 2.

Meðal annara breytinga er að skylda verður að sleppa öllum hrygnum sem eru 70 cm og stærri og skulu þær settar í laxakistur sem staðsettar verða við ána á hverju svæði. Veiðimenn fá greidd laxaflök hjá veiðiverði fyrir hverja þá hrygnu sem sett er í kistu. Skylda verður einnig að sleppa öllum silungi sem veiðist.

HÉR MÁ FINNA VEIÐILEYFI Í YTRI RANGÁ

[email protected]