Nú um helgina komu veiðileyfi í tveimur nýjum ám í vefsöluna á veiða.is. Annarsvegar er um að ræða alla lausa daga í Svartá í Skagafirði, sem er mjög góð urriðaá en nú er einnig hægt að nálgast upplýsingar um laus holl í Norðurá í Borgarfirði, hér á vefnum. Eins og margir veiðimenn vita þá var metveiði í Norðurá í fyrra þegar 3.351 lax kom á land. Einar Sigfússon sér nú um sölu leyfa í Norðurá og hér má finna nokkur laus holl í ána í sumar.
Stangardagurinn í Svartá í Skagafirði er á kr. 7.500. Veitt er á 4 stangir í ánni en þess má geta að dæmi er um daga síðasta sumar, sem gáfu yfir 50 urriða en þeir stærstu voru um og yfir 60 cm. Hér má finna lausa daga í Svartá.