Skv. frétt á vef Landssambands veiðifélaga þá var 4.567 löxum landað í liðinni viku úr þeim 25 ám sem eru til viðmiðunar. Heildarveiði úr þessum ám er því komin í 11.368 laxa. Heimildir vefsins segja að þessi afli, á þessum tíma sumars, sé næst mesti frá því þessi gagnaöflun hófst fyrir átta árum síðan. Meðalveiði þessi sömu ár á þessum tímapunkti er 8.073 fiskar og meðal vikuafli 3.323 laxar.

Norðurá er enn sem fyrr efst, nú komin í 1.817 laxa. Þar á eftir er Þverá/Kjarrá með 1.423 laxa og blanda með 1.041 lax. Af öðrum ám má telja að Langá er komin í 905 laxa, Elliðaárnar í 517 laxa, Ytri Rangá í 516, Eystri Rangá í 438 og Flókan í 420 laxa. Laxá í Aðaldal er komin í 218 laxa, Laxá á Ásu í 187 laxa og Jökla í 45 laxa.

Nánari upplýsingar eru inni á angling.is

[email protected]