Það er svolítið gaman af því þegar fréttir berast af nýjum flugum sem slá í gegn í vötnum og ám, hjá veiðimönnum og fiskum. Svo virðist vera um þessar mundir að Júlli í Flugukofanum sé að hitta á réttu uppskriftirnar, þó svo að sagan ein geti dæmt um það að lokum.

Við sögðum í fréttabréfi veiða.is frá Flugunni Rán sem gaf vel í opnuninni á Mývatnssveitinni um daginn en einnig á ósasvæði Ásanna í síðustu viku. Mynd af Rán er hér að ofan en Júlli hnýtti hana í vetur og var pælingin á bakvið hana, „púpa á klakstigi“. Nafnið á flugunni er fengið frá Oddfellow stúkunni á Akureyri.

Önnur fluga sem Júlli er nýbúin að hnýta og var að fá nafnið Melurinn, sló í gegn í Þingvallavatni í vikunni. Veiðimaður sem fékk hana með sér í vatnið sagði að bleikjurnar hefðu ráðist á fluguna hans Júlla. Meðal annars landaði hann 5 og 3p bleikjum í ferðinni. Hægt er að sjá þær bleikjur inná veiðimyndir 2012 hér að ofan.

 Gaman verður að fylgjast með á næstunni hvort að fleiri fréttir berast af góðri veiði á þessar flugur.