Eins og við höfum áður sagt frá þá hefur nýr leigutaki tekið við Laxá á Refasveit. Áin var boðin út í haust eins og hér má sjá. Nýjir leigutakar eru heimamenn sem hafa mikinn áhuga á að auka vegferð árinnar. Leigutakar eru Atli Þór Gunnarsson á Mánaskál, Benedikt Sigfús Þórisson í Skapratungu og Sindri Páll Bjarnason á Neðri-Mýrum. Laxá á Refasveit hefur verið vinsæl veiðiá síðustu árin og vel seld. Í sumar var metveiði í ánni þegar 475 laxar voru bókaðir.

Leyfð hefur verið veiði á flugu og maðk í Laxá á Refasveit og verður það þannig áfram. Sem hluti af aðgerðum til að byggja upp stofn árinnar, þá verður settur kvóti á þá laxa sem leyfilegt er að taka úr ánni á hverjum degi. Heimilt verður að drepa einn lax á stöng en eftir það má veiða og sleppa að vild. Einnig er mælst til að veiðimenn sleppi hryggnum lengri en 70cm.

Í Laxá rennur á sem heitir Norðurár. Veiðileyfi í Laxá hefur einnig gilt í Norðurá, en næsta sumar verður Norðurá seld sér. Hún hefur verið lítið stunduð af veiðimönnum en nú á að reyna að fá veiðireynslu svo hægt sé að meta möguleika hennar til framtíðar. Í Norðurá hefur veiðst staðbundinn urriði en einnig líka lax.

Leigutakar Laxá á Refasveit hafa opnað heimasíðu, www.refasveit.is, en þar má finna ýmsar upplýsingar um ána ásamt upplýsingum um laus holl.

Það er von nýrra leigutaka að Laxá á Refasveit nái að eflast enn frekar og að nýjir og gamlir veiðifélagar haldi áfram að njóta árinnar og náttúru hennar.

[email protected]