Í upphafi ársins óskaði veiðifélag Eldvatns í Meðallandi eftir tilboðum í silungsveiði í Eldvatni á árabilinu 2013-2019, að báðum árum meðtöldum. Eingöngu er heimil fluguveiði en veitt er á sex stangir. Tilboðin voru opnuð þann 26. janúar og nú hefur veiðfélagið tekið ákvörðun um það hver fær svæðið.
Það tók veiðifélagið 1 mánuð að ráða fram úr því hvaða tilboði yrði tekið. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum. Hreggnasi var með lægsta tilboðið, 2 m.kr. Hin tvö komu frá óstofnuðum félögum, Unubót og Verndarsjóði vestur-skaftfellska sjóbirtingsins Veiðifélagið ákvað að taka tilboði Verndarsjóðsins en það hljóðaði uppá 4 m.kr. og var það næst hæsta sem barst. Ekki var einhugur í stjórn veiðifélagsins um ákvörðun þessa.
Veiða.is veit s.s. lítið um Verndarstjóð Sjóbirtingsins en Pálmi Gunnarsson er einn af talsmönnum þess hóps. Það skýrist væntanlega á næstu dögum hverjar fyrirætlanir hópsins er með Eldvatn í Meðallandi, þó svo að nafn hópsins segi sitt.