Nú hefur nýr veiðivefur, veiða.is, litið dagsins ljós. Vefurinn er veiðileyfavefur í þeim skilningi að hann verður vettvangur fyrir veiðileyfasala til að koma veiðisvæðum sínum á framfæri og auglýsa lausar stangir á veiðisvæðum sínum. Veiðisvæðin og veiðileyfin verða ekki einungis kynnt á vefnum sjálfum heldur einnig í fréttabréfi sem vefurinn heldur úti. Því er mikilvægt fyrir alla veiðimenn sem hafa áhuga á að kynna sér ný veiðisvæði, lesa um önnur sem eru þeim þegar kunn ellegar fá upplýsingar um laus veiðileyfi, að skrá sig á póstlistann. Póstlistinn er lykillinn að því að nýta sér það sem vefurinn hefur uppá að bjóða.
Fyrir utan það að kynna veiðisvæði og veiðileyfi mun vefurinn vera duglegur að finna og birta ýmsa afþreyingu fyrir veiðimenn, s.s. video og myndir sem vefstjórum finnst áhugaverðar. Við vonum að vefurinn muni nýtast veiðimönnum vel.
Veiða.is er óháður vefur í eigu einkaaðila. Hann er öllum söluaðilum veiðileyfa opinn og aðgengilegur til að koma upplýsingum um veiðisvæði og veiðileyfi á framfæri.
Vefstjóri