Við sögðum í vikunni frá því að veiðin í Laxá á Refasveit er búin að vera mjög góð í allt sumar. Um 300 laxar voru komnir á land í upphafi vikunnar og góður gangur hjá þeim hollum sem verið hafa í ánni að undanförnu. Kunnugir segja að líkleg lokatala verði nálægt 500 löxum. Nú var að koma inná veiða.is holl í Refasveitinni á flottum tíma, 31. ágúst til 2. september. 3 stangir eru í ánni og leyfilegt er að veiða með maðki og flugu. Stangirnar eru seldar saman. Sjá nánar um hollið hérna og hérna má lesa um Refasveitina.

 

[email protected]