Á þessum síðustu og verstu tímum þá erum við veiðimenn flestir að leita af þeirri flugu sem laxinn gín við, hverju sem á dynur, ekki síst þegar aðstæður eru erfiðar eins og nú í sumar. Margar ár eru laxlitlar og þeir fáu laxar sem eru í ánum, eru líklega búnir að sjá flestar þær flugur sem til eru í boxum veiðimanna. Við kíktum í morgun á Júlla í Flugukofanum og hann sýndi okkar þessa flugu hér til hliðar, sem heitir „Bauer“. Júlli gaukaði þessari flugu að félaga sínum sem veiddi eina vakt í Langá í síðustu viku. Bauer gerði sér lítið fyrir og náði í 3 laxa þennan eftirmiðdag en samtals komu 4 laxar úr ánni á sama tíma.
Júlli hnýtir Bauer yfirleitt á krók nr. 16 eða 18 og þess má geta að búkurinn er úr grænu UV-efni sem kann að gera gæfumuninn þegar athygli laxins er náð.
{gallery}bauer{/gallery}
info@veida.is