Gíslastaðir í Hvítá er nýtt veiðisvæði hérna á veiða.is. Gíslastaðir er fornfrægt veiðisvæði á vesturbakka Hvítár, við Hestfjall. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á þessu svæði og mörg ævintýrin orðið til. Veitt er með 3 stöngum á svæðinu og leyfð er veiði á flugu, maðk og spún. Stangirnar 3 er seldar í einum pakka og kostar hann frá 15-21 þús. – sannarlega laxveiði á góðu verði. Sjá nánar hérna.

 

 

[email protected]