Þann 16. júní næstkomandi klukkan 14 munu Veiðifélag Laxár á Ásum og salmon Tails ehf., leigutaki árinnar, halda formlega opnun nýs veiðihúss við Laxá á Ásum. Veiðihúsið, sem er eitt það glæsilegasta á landinu kemur í stað eldra veiðihúss sem hefur þjónað veiðimönnum í Laxá á Ásum í áratugi. Þeir sem keyptu veiðileyfi á ósasvæði Laxár nú í vor höfðu gamla húsið til afnota. Nýja veiðihúsið stendur í landi Hnjúka en þaðan er útsýni yfir einhverja bestu veiðistaði í ánni.

Salmon Tails er nýr leigutaki Laxá á Ásum en hann hefur strax gert umtalsverðar breytingar við ánna. Nú með opnun nýja hússins en einnig var sú nýbreittni að bjóða uppá veiði á ósasvæði árinnar í vor, eitthvað sem féll veiðimönnum vel í geð.

Hér á veiða.is munum við fylgjast vel með veiðinni í Ásunum í sumar.